Afterblack herra snjóbretti
Vörunúmer: 11K0005.1.1.
K2 Afterblack snjóbrettið er mætt aftur, nú í uppfærðu útliti og með nokkrum uppfærslum. Eftir miklar prófanir og stillingar, kynnir K2 með stolti nýtt Afterblack sem carvar betur sem þýðir að camber stíllinn veitir enn meira grip og sker betur í brekkuna. Brettið er einnig stífara fyrir meiri hraða.
K2 Afterblack er fyrir þá sem velja frjálsar aðferðir á pípum, handriðum eða til að leika listir sínar í snjóbrettagörðum. Millistíft bretti fyrir þá sem eru komnir með undirstöðutæknina og eru tilbúnir að læra réttu brögðin. K2 Afterblack er svokallað tvístefnubretti sem þýðir að það er jafngott í báðar áttir. Það er til dæmis mikilvægt fyrir þá sem stökkva og vilja lenda á hvorn veginn sem er. Uppbyggingin á kjarnanum gerir brettið þægilegra í leik ásamt því að veita góðan stuðning fyrir allra hörðustu lendingarnar. Þetta brettir hefur einnig gott flot í púðri. Kolefnislag er sett í kross á álagspunktum (sjá mynd ) á undirfæti sem nær út í hliðarnar. Þetta þýðir aukin stjórn og meiri svörun við hreyfingar notandans. Framúrskarandi bretti fyrir freestyle eða til að skera í brekkunni!
Best fyrir:
Snjóbretti sem eru með Twin Combination Camber prófil eru með það besta úr báðum heimum. Sveigju á undirfæti ásamt hækkun á fram- og afturenda sem gefur þér nákvæmnina, leikgleðina, flotið og fyrirsjáanleikann af Rockernum.
- Millistíft snjóbretti fyrir vana snjóbrettakappa sem eru meira fyrir tæknina.
- Stífleiki : 5/10
- Tvístefnu bretti – hægt að stjórna frá báðum áttum
- Hefðbundin breidd
- Grunnur: 4000 Sintered
- Kjarni: BAP kjarni sem er sterk blanda úr bamboo, aspen og paulownia
- Mál: 29,5 – 25,2 – 29,5mm @ 154cm