206 Tromeja Carbon skíðahjálmur
89.990kr
67.493kr
Vörunúmer: TRIH206-BL

206 Tromeja skíðahjálmurinn frá Tripoint er með carbon skel og hörðum eyrum, hentar sérstaklega fyrir hvers kyns hraðagreinar í keppni og þá sem vilja hafa öryggið upp á 10 í skíðabrekkunni.
Tromeja skíðahjálmurinn er samþykktur af Alþjóðlega skíðasambandinu (FIS) og leyfður í keppnum á vegum þeirra. Þar sem þeirra kröfur eru strangar og ítarlegar, ert þú í góðum málum með Tromeja hjálminn á höfðinu.
Skelin er Full Carbon sem gerir hjálminn ótrúlega sterkann og léttann.
Hjálmurinn er með MIPS kerfinu (Multi-directional Impact Protection System) sem ver höfuðið fyrir snúningshöggum og helst kyrr á höfðinu - minnkar þannig líkurnar á heilaskaða komi til slyss.
Ásamt fyrrnefndum öryggiseiginleikum hjálmsins er hann aukinheldur með Emergency Quick Release System, sem gerir þér kleift að losa hjálminn af þér á einfaldann og fljótlegan hátt.



