0
Hlutir Magn Verð

"AKU Terrealte GTX" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu
AKU Terrealte GTX thumb AKU Terrealte GTX

AKU Terrealte GTX

44.990kr

Vörunúmer: 972133

stærð
- +

TERREALTE GTX er nýtt módel af skóm frá AKU, einum vinsælasta skóframleiðanda Ítalíu. Léttir og gríðarlega þægilegir skór sem eru sérhannaðir í klassíska fjallamennsku, ísklifrið og meira krefjandi háfjallamennsku. Nafn skóna gefa til kynna á notkun þeirra, "Terre Alte" ítölsk orð sem þýða "Há lönd" sem er lýsandi fyrir notkunargildi þeirra. 

Terrealte GTX eru fyrir venjulega göngubrodda og brodda með smellu að aftan. Gore Tex filman í skónum er fullkomlega vatnsheld. Auðvelt og þægilegt er að reima skóna á sig þannig að þeir haldist vel að fætinum. Skórnir eru búnir rúllukerfi sem auðveldar að þrengja sérstaklega yfir ristina, næst læsast reimarnar í krækjur og haldast þá skórnir vel að ökklanum og veita fullkomin stuðning. Sveigjanlegt svæði er á efri hlutanum sem auðveldar og gerir gönguna þægilegri, einnig er há gúmmívörn á hliðunum. Ofaná þetta allt er lítil legghlíf efst á skónum til að hindrar að steinar og snjór berist inn á göngu.

Terrealte GTX eru tilvaldir fyrir þá sem vinna mikið á jöklum og fjalllendi því botninn á þeim er sérhannaður fyrir lengri tíma notkun. 

AKU Terrealte er mjög teknískur skór en heldur grunngildum í hávegi.

  • Efri partur: Suede + AIR 8000® 1.8 MM.
  • Koma í heilum og hálfum númerum
  • Efri partur vörn: Gúmmívörn.
  • Lýsinga á fóðri: Gore Tex® Performance Comfort.
  • Ytri sóli: VIBRAM® Mulaz.
  • Stífleiki: 6-4MM Nylon, 10% Carbon fiber, Die Cut EVA (XX STIFF).
  • Innlegg: Custom Fit Pro.
  • Þyngd: 810 gr.

Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.


Tengdar vörur

49.990kr
AKU Montagnard GTX
53.990kr
AKU Serai GTX